Þann 4. nóvember verður messa og sunnudagskóli kl. 11 að vanda.  Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng í messunni undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Fjallað verður um erfiðu spurningarnar í lífinu. Tendruð verða ljós í minningu látinna.

Sunnudagaskólinn hefst inni í kirkju og færist svo í safnaðarheimilið. Þar verður söngur og fjör, biblíusaga og hver veit nema Nebbi eða Rebbi líti við. Umsjón hafa sr. Skúli S. Ólafsson, Margrét Heba Atladóttir og Ari Agnarsson annast undirleik.

Létt hressing og samfélag á torginu að loknu helgihaldi.