Nú standa yfir Óperudagar í Reykjavík. Í tilefni af því verða krílasöngvar í Neskirkju kl. 11 fimmtudaginn 1. nóvember. Leiðbeinandi er Svafa Þórhallsdóttir söngkona og er aðgangur ókeypis. Krílasöngur er ætlaður fyrir börn frá 3ja mánaða aldri til eins árs. Á stundunum er sungið og dansað og hlustað á tónlist. Í kynningu segir:

  Rannsóknir sýna meðal annars að tónlist örvar hreyfi- og tilfinningaþroska barna. Tónlistarstundirnar örva öll skynsvið krílanna og þau njóta þess að vera með öðrum börnum og hinum fullorðnu. Börnin skynja stemmninguna sem skapast og upplifa gleðina í umhverfinu. Krílasöngur er fyrir öll lítil kríli og fyrir þitt barn er þín rödd fegurst!