Sýning Siggu Bjargar, Blettur, opnar á Torginu sunnudaginn 23. september.  Að vanda verða verkin til umfjöllunar í predikun dagsins og í framhaldi af messunni verður sýningin formlega opnuð. Sigga Björg Sigurðardóttir útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2001. Stuttu eftir það flutti hún til Skotlands og útskrifaðist með MFA gráðu í myndlist frá The Glasgow School of Art árið 2004. Síðan þá hefur hún sýnt í söfnum og galleríum víða um heim. Í vor (2018) dvaldi Sigga Björg sem gestalistamaður í Nordiska Akvarellmuseet í Svíþjóð og tók þátt í stórri samsýningu þar sem er nú yfirstandandi.