Krossgötur hefjast að nýju þriðjudaginn 11. september kl. 13. Tómas Guðbjartsson læknir verður fyrsti gestur haustsins og fjallar um lífið og landið undir fyrirsögninni Hjarta landsins! Að venju verður boðið upp á kaffiveitngar og síðan verður efnt til fjöldasöng við undirleik. Í hádeginu eða kl. 12.10 verður boðið upp á bænastundir í vetur og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu á þriðjudögum kaupa máltíð á hagstæðu verði.