„Verið ekki áhyggjufull“ er stef í guðspjalli næsta sunnudags og virðist í fljótu bragði stinga í stúf við allt sem við heyrum í fréttum. Þetta verður rætt í predikun dagsins í messu sem hefst kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista, prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað og hefst inni í kirkju kl. 11 en færst svo í safnaðarheimilið.  Hann er í umsjón Jónínu Ólafsdóttur, Katrínar Helgu Ágústsdóttur og Ara Agnarssonar. Þar verður kátt að vanda og má búast við að rebbi kíki inn og jafnvel fleiri gestir.

Hressing og samfélag á kirkjutorgi að lokinni messu og sunnudagaskóla.