Að lokinni messu, klukkan 12.00 sunnudaginn 2. september, ræðir dr. Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur við listamanninn Daniel Reuter um verk hans sem prýða Torgið í safnaðarheimili Neskirkju. Myndir Reuters lýsa samspili náttúru og manngerðra fyrirbæri og viðfangsefni Páls, umhverfissálfræðin, lætur sig varða stöðu manneskjunnar í umhverfi sínu. Dr. Skúli S. Ólafsson stýrir umræðum.