Sunnudaginn 19. ágúst kl. 11 verður prjónamessa. Félagar úr prjónahóp sem hittist í kirkjunni aðstoða í messunni og þau sem vilja eru hvött til að mæta með prjóna, hekl eða saumaskap í messuna. Sr. Steinunn Arnþrúður ætlar að glíma við fagnaðarerindi handavinnunnar og félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir dyggri stjórn Steingríms organista. Litir, myndir og blöð verða á staðnum fyrir yngsta fólkið. Að lokinni messu er kaffi og samfélag á kirkjutorginu.