Tilkynning: Messa og barnastarf að venju. Fólk er beðið að meta veður út frá eigin aðstæðum.

Messa kl. 11. Umfjöllunarefni er merking skírnarinnar í sögu og lífi. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Barnastarfið hefst í kirkjunni og færist svo yfir í safnaðarheimilið. Umsjón hefur sr. Ása Laufey með aðstoð Hebu og Katrínar. Gleði í tal, tónum og leik. Ari Agnarsson spilar undir.
Hressing og samfélag á kaffitorginu að lokinni messu og sunnudagaskóla.