Aðventuhátíð barnanna

//Aðventuhátíð barnanna

Neskirkja býður börnum í leikskóla og fyrstu bekkjum grunnskóla í Vesturbænum, ásamt foreldrum, á aðventuhátíð í kirkjunni fimmtudaginn 7. desember kl. 17.30. Þar verður bæði hátíðleiki og skemmtun, aðventuljós, söngur og jólasaga. Töframaðurinn Jón Víðis bregður á leik og Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Aðventuveitingar á kirkjutorgi eftir samveruna. Umsjón hafa prestar og starfsfólk barnastarfs.

By | 2017-12-05T12:21:55+00:00 5. desember 2017 12:21|