Fyrsta sunnudag í aðventu verður messa  og sunnudagaskóli kl. 11. Eftir sameiginlegt upphaf færist sunnudagaskólinn í safnaðarheimilið þar sem til stendur að mála piparkökur. Í messunni syngur Drengjakór Reykjavíkur og félagar úr Kór Neskirkju undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Skúli S. Ólafssonar þjónar fyrir altari og sr. Steinunn A. Björnsdóttir predikar.

Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir stýrir sunnudagaskólanum með aðstoð Ara Agnarssonar undirleikara og vaskra starfsmanna barnastarfsins.