Messa og sunnudagaskóli 12. nóvember

//Messa og sunnudagaskóli 12. nóvember

12. nóvember er kristniboðsdagurinn í Þjóðkirkjunni. Þann dag verður messa og sunnudagaskóli að vanda kl. 11. Við hefjum stundirnar saman inni í kirkjunni en svo fara börnin í sunnudagaskólann þar sem sr. Ása Laufey, Katrín og Ari stýra söng, leik og fræðslu. Í messunni munu félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms organista. Sr. Steinunn Arnþrúður predikar og þjónar fyrir altari. Texta dagsins má skoða á vef þjóðkirkjunnar.

By | 2017-11-09T14:44:34+00:00 9. nóvember 2017 01:37|