Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20.00. Þegar 500 ár og ein vika verða liðin frá upphafi siðaskiptanna köllum við eftir samtali um þennan stóra sögulega viðburð. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur heimsækir okkur en hún heldur því fram að siðaskiptin hafi verið afturför. Við spjöllum saman um gagnsemi og ógagn sem hlaust af því að guðfræði Lúthers varð ráðandi á Íslandi. Steinunn hefur einkum rannsakað íslensku klaustrin sem gegndu mikilvægu hlutverki á miðöldum, en lögðust af í kjölfar siðaskiptanna. Allir eru velkomnir að hlýða á og leggja orð í belg!