Bach & Co á þriðjudögum (Tríó dögum)

//Bach & Co á þriðjudögum (Tríó dögum)

Á þriðjudag 31. okóber kl. 12.00 verður í boði tríó sóanta númer tvö eftir meistara Bach. Einnig verður frumflutt á Íslandi Tríó sónata eftir Gottfried Henrich Stölzel (1690 – 1749). Fjallað verður aðeins um líf hans en þess má geta að hann tengdist Leipzig og hitti meðal annars Vivaldi á Ítalíu. Við orgelið situr að venju Steingrímur Þórhallsson. Tónleikarnir verða annan hvern þriðjudag. Góð súpa fæst fyrir fáar talentur í safnaðarheimilinu.

By | 2017-10-30T09:15:49+00:00 30. október 2017 09:12|