Söguferð um Nessókn að fornu og nýju

//Söguferð um Nessókn að fornu og nýju

Í tilefni af 60 ára afmæli kirkjunnar verður farin söguferð um Nessókn sunnudaginn 24. september, að lokinni messu. Sóknin var stofnuð árið 1940 og náði þá meðal annars yfir Seltjarnarnes, Fossvog og Kópavog. Ferðin mun þó takmarkast við Seltjarnarnes og Vesturbæ. Ekið verður með rútu frá kirkjunni til Seltjarnarness, að þeim stað sem hin forna Neskirkja stóð. Þar mun Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir sagnfræðingur fræða okkur um kirkjuna, ástæður þess að hún var lögð niður og hvernig það tengdist öðrum samfélagsbreytingum. Farið verður á fleiri staði sem tengjast sögu kirkjunnar og sögu Nessóknar. Síðasti viðkomustaður er Háskólakapellan þar sem helgihald fór fram á vegum sóknarinnar áður en kirkjan var byggð. Þátttaka er ókeypis. Umsjón hafa sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju, og Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir sagnfræðingur.

By | 2017-09-22T17:23:53+00:00 20. september 2017 10:39|