Messa og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 3. september. Allir kirkjugestir hefja samveruna í kirkjunni en sunnudagaskólinn færist svo yfir í safnaðarheimilið. Eftir messu og sunnudagaskóla verður grillað úti í garði.

Kór Neskirkju syngur í messunni og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Skúli Sigurður Ólafsson. Sunnudagaskóli verður í umsjón sr. Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur, Katrínar Helgu Ágústsdóttur og Ara Agnarssonar.