Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur predikar 30. júlí

//Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur predikar 30. júlí

Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur predikar við messu  kl. 11 sunnudaginn 30. júlí. Sigurbjörn hefur skrifað fjölda bóka og blaðagreina. Síðustu ár hefur hann einnig deilt þeirri reynslu að lifa með krabbameini og hefur hann verið mörgum hvatning og styrkur með skrifum sínum.

Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar fyrir altari og félagar úr kór Neskirkju leiða söng. Undirleikari er Rósa Kristín Baldursdóttir. Svo skemmtilega vill til að þrír sálmanna eru eftir annan Sigurbjörn, þ.e. Sigurbjörn Einarsson biskup.

Að venju verður borð með litum og myndum fyrir yngstu kynslóðina og eftir messu verður kaffi og samfélag á kirkjutorginu.

By | 2017-07-26T12:42:28+00:00 26. júlí 2017 12:42|