Þann 2. júlí að lokinni messu kl. 12 opnar sýningu Mörtu Maríu Jónsdóttur, ,,Um snúning himintunglanna“, í Safnaðarheimili Neskirkju. Marta María Jónsdóttir (f.1974) nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk Mastersgráðu í myndlist frá Goldsmiths Collage í London árið 2000. Í verkum sínum kannar Marta mörkin á milli teikningar og málverks. Litur skipar stórt hlutverk og ólíkir litafletir, línur og form byggja upp myndflötinn. Í verkunum blandast ósjálfráð teikning við hið vélræna og vísindalega. Línan og teikningin er notuð sem efnisleg bygging myndarinnar, þannig að hún virkar ekki sem teikning ofan á heldur sem stoðir málverksins. Verkin vísa í anatomíu, mannslíkamann og stundum vísindaskáldskap. Myndirnar eru lagskiptar og marglaga og saman mynda þær eina heild.