Sr. Sigurlín Ívarsdóttir predikar í messunni 14. maí. Hún lærði guðfræði við HÍ og starfaði sem prestur í ensku biskupakirkjunni í nokkur ár. Félagar úr kór Neskirkju syngja í messunni undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar fyrir altari.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað. Eftir sameiginlegt upphaf fer sunnudagaskólinn yfir í safnaðarheimilið þar sem farið verður í ratleik í umsjón Stefaníu Steinsdóttir, Katrínar H. Ágústsdóttur og Ara Agnarssonar.

Kaffi og samfélag á torginu eftir messu.

Aðalsafnaðarfundur hefst kl. 12.20. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.