Á fræðslukvöldi um mat og föstu fimmtudaginn 6. apríl kl. 20.00 verður fjallað um matarframleiðslu og réttláta skiptingu. Hvernig má styrkja bændur í Eþíópíu til að efla matarframleiðslu? Hvernig getum við styrkt konur til að koma matvöru í verð? Hvað eru sanngjörn viðskipti og hvaða máli skipta vatn og loftslagsmál? Kristín Ólafsdóttir, upplýsingarfulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar segir sögur frá Eþíópíu og leitar svara við stórum spurningum. Að venju verður hressing sem tengja má efni kvöldsins og við dreifum uppskriftum. Umsjón hafa Steinunn A. Björnsdóttir, Sigurlín Ívarsdóttir og Svanhildur Sigurðardóttir.