Fimmtudaginn 9. mars kl. 19:57 flytur Pétur Ármannsson arkitekt erindi í Neskirkju. Þar ræðir hann ræðir sögu, hönnun og útlit Neskirkju, sem markaði tímamót á ýmsan hátt, bæði hin nýja borgarsókn og svo hið móderníska útlit kirkjunnar. Eins og á við um öll mannleg verk, tengjast ýmsar sögur þessari byggingu og hún hefur sjálf ekki farið varhluta af þeim breytingum sem orðið hafa í umhverfi hennar. Erindi þetta er liður í dagskránni: Tímamótakvöld í Neskirkju.