Messa kl. 11. Við tölum tungum á sunnudag. Neskirkja fær heimsókn frá svissneskum söfnuði og því verður söngtextum og fleiru varpað á vegg á þýsku og getur fólk valið hvort tungumálið það notar. Drengjakór Reykjavíkur syngur ásamt félögum úr Kór Neskirkju sem leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Carlosi Ferrer. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað með í umsjón Stefaníu, Guðrúnar og Ara. Kaffisopi og spjall á kirkjutorginu eftir messu.