Mynd_0677466Sunnudaginn 18. september verður messan í Neskirkju helguð er gjöfum jarðar. Grænmeti, ber og aðrar afurðir sumarsins bornar að  altari og þakkað fyrir þær í tali og tónum. Birkigræðlingar jafnmargir fermingarbörnum vetrarins verða bornir fram fyrir altarið. Þeir verða svo settir niður í Nessóknarlundi í Heiðmörk. Prestar Neskirkju þjóna. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í umsjón Guðrúnar, Katrínar og Ara.

Grænmetissúpa úr aldingarði organistans í boði eftir messu ásamt jurtatei og fleira góðgæti. Messugestum er frjálst að koma með afurðir sumarsins og leggja á borð.