Krossgötur miðvikudaginn 14. september kl. 13.30. Heimsókn í Sjóminjasafnið. Í ár eru liðin 40 ár frá lokum Þorska-stríðanna. Af því tilefni var sett upp sýningin, Þorskastríðin, For Cod’s Sake, í Sjóminjasafninu í Reykjavík. Þar er þessum sögufrægu átökum gerð skil en þau stóðu yfir á tímabilinu 1958-1976. Við sögu koma fagurklæddir sjómenn frá Hull, ármenn Íslands, grjótkast og árekstrar bæði á hafi og í landi.