Pálmasunnudagur er kirkjudagur Neskirkju en hún var vígð til þjónustu árið 1957. Í prédikun dagsins var fjallað um kvennasögu kirkjunnar sem hefur fengið minni athygli en sagan af embættum og húsakosti Neskirkju. Þar segir m.a. „Það er kirkjusögulegt stórslys í lífi þessa safnaðar að kvenfélagið hafi lognast útaf og það er ekkert verkefni brýnna í Neskirkju en að endurvekja það. Neskirkja var ekki byggð af Ágústi Pálssyni heldur af kvenfélagi Neskirkju sem bókstaflega bakaði frá grunni það kirkjuskip sem við njótum í söfnuði okkar.“ Prédikun dagsins má lesa á tru.is.