Þann 17. mars síðastliðinn hélt Æskulýðsfélagið NeDó árshátíð sína í safnaðarheimili Neskirkju. Það var mjög góð mæting enda góður hópur og frábær matur. Veislustjóri var Kristján Ágústs Kjartansson, framkvæmdastjóri ÆSKR. Krakkarnir komu með ungbarnamyndir af sér sem hengdar voru upp á vegg og áttu þau að finna út hver ætti hvaða mynd en einnig voru krakkarnir með skemmtiatriði t.d., söngur, myndbönd og teikningar. Í lokinn var síðan haldið ball undir tónlist sem DJ. Toma spilaði undir miklum fögnuði. Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu.