„Sú umræða á Alþingi fyrri ríkisstjórnar sem leiddi af sér Stjórnlagaráð og drög að nýrri stjórnarskrá var merkileg tilraun til þess að ræða heildstætt um fyrir hvað við stöndum sem samfélag og hvert við viljum stefna. Aðfararorð þeirra tillagna eru tilraun til að orða grunngildi okkar á hátt sem getur varðað veg okkar fram á við. Þar segir: Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.” Prédikun Sigurvins á nýársdag er að baki tveimur smellum, bæði á tru.is og sigurvin.annall.is.