Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, sem er settur sóknarprestur til 1. febrúar 2015, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurvini Lárusi Jónssyni. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Andrea Ösp, Katrín Helga og Ari tónlistarmaður. Eftir messu verður opnuð sýning í safnaðarheimilinu á verkum nemenda við Myndlistarskólann í Reykjavík. Samfélag og kaffisopi.