Neskirkjukynning verður eftir messu sunnudaginn 9. febrúar, kl. 12,30. Pétur Ármannsson, arkitekt, mun fjalla um Neskirkju. Pétur er einn helsti sérfræðingur Íslendinga í sögu byggingagerðar þjóðarinnar. Hann skrifaði kaflann um Neskirkju í bókaflokknum Kirkjur Íslands og er því öllum skotum og hornum kunnugur. Pétur mun flytja framsögu um Neskirkjuhúsið og ganga síðan um kirkjuna – og jafnvel út á kirkjulóð – til að skýra list Neskirkju. Fyrirlesturinn er á vegum Sjón, þ.e. Sjónlistaráðs Neskirkju. Allir velkomnir.