Úr ræðu Arnar Bárðar á gamlárskvöld:

Í börnunum býr framtíðin. Þau munu erfa landið. En hvernig tekst núverandi mótunaraðilum að gera þau vel í stakk búin að takast á við óvissa framtíð? Með því að útvista verkefnum umhyggju og menntunar í stærra og meira mæli en áður erum við vissulega að dreifa ábyrgðinni sem hljómar eitthvað svo spekingslega, eins og bankamaður tali og kannski dálítið svona 2007. Um leið vakna þær spurningar hvort foreldrar almennt talað fylgist nógu vel með því sem gerist innan stofnana sem annast börnin. Er nóg að afhenda börnin bara einhverjum skólum og láta þar við sitja? Oft er minnt á að því fylgi a.m.k. 18 ára ábyrgð að eignast barn.

Ræðuna er hægt að hlusta á og lesa hér.