Sunnudagurinn 5. maí er bænadagur þjóðkirkjunnar. Messa og barnastarf hefjast að venju kl. 11. Kór Neskirkju syngur og messuhópur er sóknarnefndarfólk kirkjunnar. Organisti Steingrímur, meðhjálpari Rúnar, Sigurður Árni prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með Erni Bárði. Umsjón barnastarfsins Sigurvin, Katrín og Ari. Eftir veitingar á Torginu í hádeginu hefst síðan aðalfundur Nessóknar. Fundurinn verður í safnaðarheimilinu kl. 12.30 og á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.