Opið hús miðvikudaginn 28. mars kl. 15. Kristján Þór Sverrisson kemur í heimsókn segir frá Kristniboðssambandinu. Íslenskir kristniboðar starfa í Afríkulöndunum Eþíópíu og Keníu og í Japan. Þar vinna þeir að alhliða fræðslu, hjúkrun, heilsuvernd og margs konar þróunarverkefnum svo sem umbótum í landbúnaði, verndun vatnsbóla og fleiru. Á tímum hungursneyðar taka þeir þátt í víðtæku hjálparstarfi og matvæladreifingu. Samhliða þessu er trúin á Jesú Krist boðuð. Kaffiveitngar í upphafi á Torginu.