Barnastarf Neskirkju hefst n.k. sunnudag með Sunnudagaskóla kirkjunnar og kirkjustarfið hefst í vikunni á eftir.

Dagskrá BaUn 2011-2012

Sunnudagaskóli Neskirkju
Alla sunnudaga kl. 11:00

6 ára starf
Starf fyrir Melaskóla í Neskirkju mánudaga kl. 13.40 – 14.20
Starf fyrir Grandaskóla í Grandaskóla þriðjudaga kl. 15.00 – 15.30

7 ára starf
Baunir, starf fyrir börn í 2. bekk er í Neskirkju þriðjudaga kl. 14.30 – 15.10

8-9 ára starf
Spírur, starf fyrir krakka í 3. – 4. bekk er í Neskirkju þriðjudaga kl. 13.40 – 14.20

10-12 ára starf
Græðlingar, starf fyrir krakka í 5. – 7. bekk er í Neskirkju þriðjudaga kl. 15.00 – 16.00

Æskulýðsfélagið NeDó
NeDó er æskulýðsfélag fyrir ungmenni í 8. – 10. bekk. Starfið er sameiginlegt æskulýðsfélag Dómkirkju og Neskikju. Hópurinn hittist á þriðjudögum kl. 19.30 – 21.30.

NeDó Senior
NeDó Senior er leiðtogahópur Neskirkju en hann samanstendur af ungmennum á framhalds- og háskólaaldri. Allir eru velkomnir.

LÆK
LÆK stendur fyrir leiklistarstarf æskulýðsfélaga kirkjunnar og er hópur fyrir 10. bekk og eldri sem stendur fyrir gjörningum og uppákomum á fjölförnum stöðum til að vekja athygli á brýnum málefnum. LÆK hittist á mánudögum í Neskirkju kl. 20.00. Allir eru velkomnir.

NeDó Nörd
NeDó Nörd er nýtt starf fyrir 10. bekk og eldri en hópurinn kemur saman á miðvikudögum kl. 20.00 Í NeDó Nörd eru spiluð borðspil, hlutverkaspil, tölvuleikir og safnkortaspil (Magic the Gathering). Allir eru velkomnir.

NeDó Sport
NeDó sport er hópur fyrir 10. bekk og eldri sem hittist í íþróttahúsi Álftamýraskóla á föstudögum kl. 18.00. Við leikum, stundum íþróttir og biðjum saman í upphafi helgarinnar. Allir velkomnir.