Hungursneyð, stríð og betri heimur eru meðal þess sem fermingarbörnin í Neskirkju ræða á sumarnámskeiði sem nú stendur yfir. Á námskeiðinu upplifa börnin það í hvaða hlutverki kirkjan er á vegferðinni frá því að vera barn til þess að vera unglingur og fá tækifæri til að glíma við stóru spurningarnar í lífinu. Þau eiga samleið með kirkjunni. Sigurvin Jónsson og Matthildur Bjarnadóttir segja frá í Sjónvarpi kirkjunnar.