Aðalfundur Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar var haldinn í Neskirkju 24. febrúar síðastliðinn en þar var gert upp það góða starf sem að sambandið vann á síðastliðnu ári. Þar bar hæst Landsmót ÆSKÞ sem haldið var á Akureyri 15.-17. október 2010 en þangað komu tæplega 700 þátttakendur frá kirkjum af öllu landinu. Verkefni mótsins var að safna fé til að frelsa börn sem eru í ánauð á Indlandi og á mótinu safnaðist fé sem mun veita 72 börnum frelsi og skólavist. Margrét Ólöf formaður ÆSKÞ afhenti Ármanni Gunnarssyni ávísun með afrakstrinum en verkefnið á Indlandi er á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Myndir á myndasíðu BaUN.