Starf eldri borgara er hafið á nýju ári. Litli kórinn er kór eldri borgara í Neskirkju. Hann er söngfélag þeirra, sem eru kátir og 60 ára eða eldri. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson, organisti. Kórinn syngur í nokkrum messum á ári og kemur fram á ýmsum samkomum eldri borgara. Söngverkefni eru bæði kirkjuleg og almenns eðlis. Ef þig langar til að syngja í skemmtilegum kór er Litli kórinn kannski vettvangur fyrir þig? Magnús er framúrskarandi tónlistarmaður og hvetur nýtt fólk til að hafa samband við skrifstofu kirkjunnar, 511 1560. Kórinn æfir á mánudögum kl. 14,15.