Messa 16. janúar og barnastarf hefjast kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og talar um kall Guðs sem sagt er frá í 1. Samúelsbók. Sr. Þorvaldur Víðisson þjónar fyrir altari með Sigurði. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Andrea og Ari. Samfélag, veitingar og kaffi á Torginu eftir messu.