Þann 24. mars s.l. útskrifuðust 7 stúlkur úr Farskóla leiðtogaefna en þær hafa sótt skólann í allan vetur. Farskólinn er vettvangur fyrir leiðtogaefni innan kirkjunnar til að öðlast fræðslu og þjálfun en samhliða skólanum hafa stúlkurnar aðstoðað í öllu barnastarfi Neskirkju. Kirkjan okkar er sannarlega rík af efnilegu ungu fólki. Á myndinni sjást Vesturbæjingarnir Sólrún Rós, Harpa Lind, Ingibjörg Steinunn, Ásta Kristensa, Katrín Helga og Laufey Soffía. Á myndina vantar Sigurborgu Rakel.