Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor, fjallar um sjálfvalið guðfræðilegt efni. Dr. Arnfríður vígðist til Garðakirkju og var þar prestur um hríð, stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og lagði m. a. áherslu á kvennaguðfræði. Hún er góður fræðimaður og hefur unnið mikið rannsóknar- og frumkvöðlastarf og varð fyrst kvenna prófessor við Guðfræðideild Háskóla Íslands. „Opið hús“ er alla miðvikudag kl. 15. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.