Sunnudaginn næsta er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar og verður margt um dýrðir í Neskirkju þann dag. Um morguninn kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta með Barböru trúð og heilíumblöðrum í tilefni dagsins. Um kvöldið kl. 20 verður haldin margmiðlunarmessa á vegum ÆSKR sem ber yfirskriftina Bænarý og er sérstaklega ætluð unglingum og ungu fólki. Þó að dagurinn fagni æsku landsins sérstaklega er kirkjan fyrir alla og eru allir velkomnir.