Starfólk leikskóla í Vesturbæ sótti námskeiðsdag í Neskirkju síðastliðinn mánudag, 23. mars, og voru yfir eitt hundrað þátttakendur á deginum. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir fjallaði um átök og álag á vinnustöðum í erindi sem bar heitið Þegar mann langar bara að garga og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir fjallaði um sorgarferli í tengslum við áföll í ljósi þeirra þrenginga sem við göngum nú í gegnum sem þjóðfélag. Á milli erinda var boðið upp á veitingar og hláturjóga undir dyggri stjórn Sigríðar Önnu Einarsdóttur. Myndir af deginum er að finna á myndasíðu BaUN.