Síðustu helgi sótti hópur ungmenna úr æskulýðsfélögum Neskirkju Vormót ÆSKR í Vatnaskógi. Þar komu tæplega 200 ungmenni víðsvegar að af höfuðborgarsvæðinu saman. Fönix krakkarnir unnu til verðlauna fyrir stuttmyndir sem þau höfðu gert fyrir mótið og stúlkur úr Fönix skipuðu lið í spurningakeppninni sem lenti í öðru sæti eftir æsispennandi bráðabana. NeDó leiðtogarnir sinntu næturvöktum og mótstjórn, aðstoðuðu nýstofnað æskulýðsfélag Skálholts Molana og stýrðu viðamiklum leik á mótinu ,,Heimur út af fyrir sig” þar sem skapað er fullmótað samfélag. Við leiðtogar Neskirkju erum sannarlega stollt af þessum fríða hópi ungmenna og höfum því sett fleiri hundruð mynda á myndasíðu BaUN.< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />