Fimmtudaginn 30. janúar komu saman í Neskirkju leiðtogar á framhaldsskólaaldri úr sex kirkjum. Flest hafa þau hlotið leiðtogaþjálfun í Þjóðkirkjunni og eru tengd starfi kirkjunnar í sínum söfnuðum. ÆSKR og NeDó tóku höndum saman og buðu til pizzaveislu fyrir þessa ,,eldri borgara“ í æskulýðsstarfi sem réttilega má kalla framtíð kirkjunnar. Myndir af kvöldinu eru á myndasíðu BaUN.