Sunnudaginn 7. desember kl. 17.00 verða jólatónleikar Kórs Neskirkju í kirkjunni. Einsöngvari á tónleikanum er Gissur Páll Gissurarsson tenór. Undirleikari Magnús Ragnarson og stjórnandi Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju. Á efnisskránni eru jólalög og sálmar úr ýmsum áttum. Miðaverð kr. 1.500 en 1.000 kr í forsölu á skrifstofu Neskirkju.
Sunnudaginn 7. desember kl. 17.00 verða jólatónleikar Kórs Neskirkju í kirkjunni.

Einsöngvari á tónleikanum er Gissur Páll Gissurarsson tenór. Undirleikari Magnús Ragnarson og stjórnandi Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju.

Á efnisskránni eru jólalög og sálmar úr ýmsum áttum t.d. Ein Kind Geborn zu Bethlehem í úts. J.S. Bach, írska þjóðlagið Good people all, this Christmastime og Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns. Af stærri verkum má nefna Jauchzet dem Herrn, alle Welt og Mein Herz erhebet Gott, den Herrn eftir Mendelssohn og Heill þér himneska orð eftir Fauré, í þýðingu Böðvars Guðmundssonar.

Miðaverð kr. 1.500 en 1.000 kr í forsölu á skrifstofu Neskirkju. Fimm hundruð krónur af hverjum seldum miða rennur til hjálparstarfa í Afíkua vegum Hjálparstarfs kirkjunnar til minningar um Ásdísi Einarsdóttur kórfélaga sem lést í október s.l. Ásdís bjó um tíma í Namibíu og flutti hún eftirminnilega pistla í Ríkisútvarpinu frá Afríku á meðan dvöl hennar stóð.