Fjölskyldumessa í Neskirkju 2. des. kl. 11 sem er 1. sunnudagur í aðventu og nýársdagur kirkjunnar. Höldum því hátíð! Barnakórar syngja, ungt fólk kynnir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, messuhópur aðstoðar við bænagjörð og útdeilingu sakramentis. Sr. Örn Bárður prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin verða með í messunni allan tímann og ganga til altaris með foreldrum sínum þar sem prestur signir þau. Organisti Steingrímur Þórhallsson.