Í messunni sunnudaginn 4. nóvember verður íhuguð himinvist og hjálp Guðs. Á allra heilagra messu er gott að koma í kirkju, minnast látinna ástvina, biðja og heyra boðskap vonar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Sunnudaginn 4. nóvember verður íhuguð himinvist og hjálp Guðs. Á þessum degi er gott að koma í kirkju, minnast látinna ástvina, biðja og heyra boðskap vonar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Sr. Kristján er lektor í helgisiðafræði við Guðfræðideild HÍ og sóknarprestur Þingvallaprestakalls.

Félagar í kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Meðhjálparar Rúnar Reynisson og Úrsúla Árnadóttir. Aðstoð við útdeilingu Hanna Johannessen.

Yngstu börnin byrja sína messugerð í kirkjunni með eldra fólkinu, en halda svo í safnaðarheimili eftir söng og lestur. Stjórnendur barnastarfsins eru Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson leikur á hljóðfærið.

Súputilraun verður gerð eftir messu. Auðvitað verður kaffi í boði en nú er stefnt að því að bæta veitingarnar enn. Í fyrsta sinn eftir messu verður súpa í boði. Ólafía Björnsdóttir eldar hana af mikilli kúnst. Í Neskirkju er andlegt fæði í boði, á Torginu líkamlegt félagslegt og gleðilegt. Allir velkomnir. Messan hefst kl. 11.