Messa og barnastarf kl. 11. Börnin byrja með fullorðna fólkinu í messunni en fara fljótlega í safnaðarheimilið þar sem þau fá fræðslu við sitt hæfi út frá splunkunýju kennsluefni. Kammerkór Háskólans í Varsjá, Cellegium Musicum, syngur. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu. Texta dagsins er hægt að skoða hér. Fermingarbörn hvött til þátttöku ásamt sínum nánustu.