Það er að vísu talsverður tími í fermingar á næsta ári, en engu að síður er nú komið að undirbúningi þeirra! Skráning fermingarbarna Neskirkju hefst miðvikudaginn 9. maí í s. 511-1560.

Það er að vísu talsverður tími í fermingar á næsta ári, en engu að síður er nú komið að undirbúningi þeirra! Skráning fermingarbarna Neskirkju hefst miðvikudaginn 9. maí í s. 511-1560. Sem fyrr er frumreglan einföld, fyrstir koma – fyrstir fá. Þau sem skrá strax geta valið um fermingardaga. Yfir 90% fermingarbarna Neskirkju sækja sumarnámskeið. Námskeiðið er skemmtilegt og ekki er verra að ljúka veigamiklum þætti fermingarfræðslunnar áður en skóli og vetrarannir hefjast.

Fermingardagar vorið 2008 eru:

Laugardagurinn 15. mars, kl. 11 og kl. 13.30;

pálmasunnudagur 16. mars, kl. 13.30;

2. í páskum, 24. mars, kl.11;

sunnudagurinn 30. mars, kl. 13.30.