Í barnamessu á páskadag var frumsýnd páskastuttmynd Krakkaklúbbsins sem ber heitið Upprisinn er hann… Í myndinni léku börnin og túlkuðu píslarsögu Krists frá pálmasunnudegi til páskamorguns.

Í barnamessu á páskadag var frumsýnd páskastuttmynd Krakkaklúbbsins sem ber heitið Upprisinn er hann… Í myndinni léku börnin og túlkuðu píslarsögu Krists frá pálmasunnudegi til páskamorguns.

Þetta er þriðja stuttmyndin sem hópurinn hefur gert og önnur sem er sýnd hér í kirkjunni í messu en stuttmyndin Leyfið börnunum að koma til mín var sýnd í kirkjunni á Æskulýðsdaginn 4. mars.

Krakkarnir tóku hlutverk sín mjög alvarlega og lögðu sig fram við að túlka og segja píslarsöguna. Í þessari mynd sá í fyrsta sinn stúlka úr hópnum um kvikmyndatöku ásamt okkur leiðtogunum.

Við erum sannarlega stollt af því hæfileikafólki sem hingað sækir kirkju.