Aðsóknarmet var slegið í dag á Saltfiskdögum í Neskirkju en á sjöunda tug mættu í mat og hlýddu á Ólaf Hannibalsson, blaðamann, flytja mjög fróðlegt erindi sem hann byggði á bók er hann þýddi og ber heitið Ævisaga þorsksins.Næsta föstudag, 16. mars, kemur dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við HÍ í heimsókn og fræðir matargesti.