Opinn kynningarfundur á Alfa II verður þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20. Kaffi og veitingar.

Opinn kynningarfundur á Alfa II verður þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20. Kaffi og veitingar.

Alfa fer sigurför um heiminn. Um eða yfir 8 milljónir þátttakenda hafa sótt námskeiðið á s.l. 15-20 árum.

Tilgangur námskeiðisins er að kynna á einfaldan hátt mikilvægt bréf í Nýja testamentinu fólki til gagns. Í Filippíbréfinu boðar Páll innihaldsríkt líf. Líf sem er áhugavert og gerir það að verkum að fólki finnst lífið svo sannarlega þess virði að lifa því.

Við skorum á þið að komda þriðjudagskvöldið 6. febrúar kl. 20 og kynna þér málið án allra skuldbindinga. Einnig er hægt að skrá sig á neskirkja@neskirkja.is eða í síma 511 1560.

Umsjón með námskeiðinu hafa sr. Örn Bárður Jónsson, Sigurvin Jónsson cand. theol., Rúnar Reynisson BA í guðfræði, og Ursula Árnadóttir cand. theol..

Námskeiðið hefst 13. febrúar og verður alla þriðjudaga til og með 27. mars. Eins og venja er, er byrjað á sameiginlegri máltíð kl. 19., síðan verður hefðbundinn fyrirlestur og í framhaldi af honum umræður í hópum. Í lok samverunar er helgstund og líkur samverunni um kl. 22. Farið verður að Sólheimum og dvalið þar í sólahring. Brottför verður frá Neskirkju föstudaginn 16. mars kl. 17 og komið til baka um sama leyti daginn eftir.

Nánari upplýsingar um Alfa er að finna hér.